Risperidón Alvogen

Risperidón Alvogen inniheldur virka efnið risperídón. Risperidón er sértækur monoamínvirkur blokki með einstaka eiginleika. Það hefur mikla sækni í serótónínvirka 5-HT2 og dópamínvirka D2 viðtaka. Risperidón binst einnig alfa1-adrenvirkum viðtökum svo og, en með minni sækni, H1-histaminvirkum viðtökum og alfa2-adrenvirkum viðtökum. Risperidón hefur enga sækni í kólínvirka viðtaka. Þrátt fyrir að risperidón sé öflugur D2 blokki sem er talið hafa áhrif á jákvæð einkenni geðklofa, veldur það minni bælingu á hreyfivirkni og dástjarfa en hefðbundinn geðrofslyf. Jafnvægi á blokkun serótóníns og dópamíns getur dregið úr utanstrýtuaukaverkunum og aukið verkun gegn neikvæðum og tilfinningalegum einkennum geðklofa.

Ábendingar:

  • Risperidón Alvogen er ætlað til meðferðar á geðklofa.
  • Risperidón Alvogen er ætlað til meðferðar á í meðallagi alvarlegum til alvarlegum geðhæðarlotum sem tengjast geðhvarfasýki.
  • Risperidón Alvogen er ætlað til skammtímameðferðar (allt að 6 vikur) á þrálátri árásargirni hjá sjúklingum með í meðallagi alvarleg til alvarleg Alzheimers vitglöp sem eru í hættu á að skaða sjálfa sig og aðra þegar aðrar aðferðir en lyfjagjöf hafa ekki skilað árangri.
  • Risperidón Alvogen er ætlað til skammtíma einkennameðferðar á þrálátri árásargirni vegna hegðunarröskunar hjá börnum frá 5 ára aldri og unglingum með vitsmunalega starfsemi undir meðallagi eða þroskahömlun, greint samkvæmt DSM-IV skala, sem þurfa lyfjameðferð vegna alvarleika árásarhegðunar eða annarra hegðunartruflana. Lyfjameðferð ætti að vera hluti af alhliða meðferðaráætlun, þar með talið sálfræði- og námsaðstoð. Mælt er með því að risperidóni sé ávísað af sérfræðingum í taugafræði barna og geðlækningum barna og unglinga eða læknum sem eru vel kunnugir meðferðum á hegðunarröskunum barna og unglinga.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N05A - Geðrofslyf
Virkt innihaldsefni
Risperidón
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
1 mg
Magn
60 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

RIS.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
0763871 mg60 stk.