Amoxin
Amoxin inniheldur virka efnið amoxicillín sem er beta-laktam sýklalyf í flokki aminópenicillína, sem notað er við meðferð sýkinga af völdum Gram neikvæðra og Gram jákvæðra amoxicillinnæmra baktería, meðal annars í öndunarvegi, þvagfærum, húð og mjúkvefjum. Við meðferð með sýklalyfjum skal hafa í huga sýklalyfjaónæmi og opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja á hverjum stað.
Ábending: Amoxicillin er ætlað til meðferðar við sýkingum af völdum Gram neikvæðra og Gram jákvæðra baktería sem eru næmar fyrir amoxicillini:
- Sýkingar ofarlega í öndunarvegi, s.s. bólga í miðeyra, skútabólga, bráð og langvinn berkjubólga.
- Þvagfærasýkingar.
- Bráð og langvinn nýrnasýking.
- Sýkingar í kynfærum.
- Bráðar og langvinnar sýkingar í gallrásum.
- Sýkingar í húð og mjúkvef. Borrelíusýking (Lyme sjúkdómur).
- Sýkingar af völdum Helicobacter pylori hjá sjúklingum með staðfest magasár í samsettri meðferð með prótónpumpuhemli og metronidazoli eða clarithromycini. Ef staðfest er eða grunur leikur á að um sé að ræða sýkingu af völdum H. pylori sem er ónæm fyrir metronidazoli skal nota þriggja lyfja meðferðina (prótónpumpuhemil + amoxicillin + clarithromycin).
- Til varnar gegn hjartaþelsbólgu.
- Salmonellusýkingar.
Frábending:
- Ofnæmi fyrir amoxicillini eða einhverju hjálparefnanna eða fyrir einhverju öðru β-laktam sýklalyfi, svo sem penicillínum eða cephalósporínum.
- Einkirningasótt (Epstein-Barr veira, stórfrumuveira).
Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- J01CA - Breiðvirk penicillín
- Virkt innihaldsefni
- Amoxicillín
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur og mixtúruduft
- Styrkleiki
- 500, 750 mg og 100 mg/ml
- Magn
- 20, 30 stk, og 60 ml.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is
AMO.R.2021.0001.02