Amoxin

Amoxin er sýklalyf. Virka innihaldsefnið er amoxicillín. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „penicillín“.

Ábending: 

Amoxicillin er ætlað til meðferðar við eftirfarandi sýkingum hjá fullorðnum og börnum:

  • Bráð skútabólga af völdum baktería
  • Bráð miðeyrnabólga
  • Bráð eitlubólga og kokbólga af völdum streptókokka
  • Bráð versnun á langvinnri berkjubólgu
  • Lungnabólga sem smitast hefur utan sjúkrahúss
  • Bráð blöðrubólga
  • Einkennalaus bakteríusýking í þvagi á meðgöngu
  • Bráð nýra- og skjóðubólga
  • Taugaveiki og taugaveikibróðir
  • Tannígerð með dreifðri húðbeðsbólgu
  • Sýkingar í gerviliðum
  • Uppræting Helicobacter pylori
  • Lyme sjúkdómur

Amoxicillin er einnig ætlað til að fyrirbyggja hjartaþelsbólgu.

Hafa skal hliðsjón af opinberum leiðbeiningum um viðeigandi notkun sýklalyfja.

Frábending: 

  • Ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju penicillíni eða einhverju hjálparefnanna.
  • Saga um alvarleg skyndileg ofnæmisviðbrögð (t.d. bráðaofnæmi) fyrir öðru beta-laktamlyfi (t.d. cefalósporíni, karbapenemi eða mónóbaktami).

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J01CA - Breiðvirk penicillín
Virkt innihaldsefni
Amoxicillín
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
500 mg og 750 mg
Magn
20 og 30 stk

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

AMO.R.2023.0001.03

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
575571500 mg20 stk.
575589500 mg30 stk.
575621750 mg20 stk.