Felodipin ratiopharm
Felodipin ratiopharm inniheldur virka efnið felódipín. Felodipin ratiopharm er sértækur æða-kalsíumgangaloki, sem lækkar slagæðablóðþrýsting með því að minnka viðnám í æðum. Vegna mikillar sértækni á slétta vöðva í slagæðlingum hefur felodipin í lækningarlegum skömmtum engin bein áhrif á samdráttarhæfni hjartans eða leiðni. Vegna þess að það eru engin áhrif á slétta vöðva í bláæðum eða adrenvirka æðastjórn, er felodipin ekki talið tengjast réttstöðuþrýstingsfalli. Felodipin hefur væg natríumlosandi/þvagræsandi áhrif og vökvasöfnun á sér ekki stað.
Ábendingar: Háþrýstingur og stöðug hjartaöng.
Frábendingar: - Þungun - Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. - Vanmeðhöndluð hjartabilun - Brátt hjartadrep - Óstöðug hjartaöng - Marktæk tregða á blóðflæði um hjartalokur - Veruleg hindrun á blóðflæði frá hjarta.
Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- C08C - SÉRTÆKIR KALSIUMGANGALOKAR MEÐ AÐALVERKUN Á ÆÐAR
- Virkt innihaldsefni
- Felódipín
- Lyfjaform
- Forðatöflur
- Styrkleiki
- 2,5, 5 og 10 mg
- Magn
- 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is