Dilmin / Diltiazem HCl Alvogen

Dilmin inniheldur virka efnið diltíazem.  Diltíazem er benzódíazepín afleiða og tilheyrir flokki kalsíumgangaloka. Það hægir á hjartslætti, minnkar þörf hjartavöðvans fyrir súrefni og dregur úr álagi á hjartað. Diltiazem lækkar einnig blóðþrýsting með því að minnka vöðvaspennu í æðaveggjum.

Ábendingar: Hjartaöng, Prinzmetal hjartaöng, háþrýstingur, minnkaður viðbragðshraði í sleglum við gáttatif.

Fábendingar: Ofnæmi fyrir diltiazemi eða einhverju hjálparefnanna. - Heilkenni sjúks sínushnútar hjá sjúklingum sem ekki eru með virkan gangráð. - Vanmeðhöndluð hjartabilun. - Annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof hjá sjúklingum sem ekki eru með virkan gangráð. - Hjartalost. - Brátt hjartadrep. - Verulegur hægsláttur (færri en 40 slög á mínútu). - Bilun í vinstri slegli ásamt lungnabjúgi. - Gáttaflökt eða gáttatif í tengslum við Wolff-Parkinson-White heilkenni. - Alvarlegur lágþrýstingur. - Digitaliseitrun. - Samhliðanotkun dantrolen innrennslislyfs. - Notkun í samsetningu með ivabrabini. - Meðganga eða brjóstagjöf.

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
C08D - SÉRTÆKIR KALSÍUMGANGALOKAR MEÐ BEINA VERKUN Á HJARTA
Virkt innihaldsefni
Diltíazem
Lyfjaform
Forðatöflur
Styrkleiki
120 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

DIL.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
020685120 mg100 stk.