Skip Navigation
Lyfjagát

HVAÐ ER LYFJAGÁT?

Lyfjagát er eftirlit með lyfjaöryggi sem og vísindin og starfsemin sem tengist greiningu, mati, skilningi og forvörnum á aukaverkunum og öðrum lyfjatengdum vandamálum.

Lyfjagát stuðlar að auknu öryggi við lyfjanotkun.

Lyfjagátarkerfi

Alvogen ehf. sem lyfjafyrirtæki ber lagaleg skylda til þess að halda  úti lyfjagátarkerfi.

Markaðsleyfi lyfs er meðal annars háð öryggi þess.​ Lyfjastofnun getur breytt stöðu leyfisins eftir öryggi lyfsins hvenær sem er, ef þörf þykir til.

Lyfjagát fer meðal annars fram við greiningu á aukaverkun og/eða meintilviki. Slík greining kemur aðalega út frá tilkynningum um aukaverkanir og/eða meintilvik en einnig kvörtunum varðandi gæði lyfjanna og fyrirspurnum um lyfin.

Aukaverkun er skaðleg og ótilætluð og/eða óæskileg verkun lyfs.​ T.d. verkir, útbrot, aðsvif o.s.frv.​

Meintilvik er ótilætlaður, óviljandi eða skaðlegur atburður við notkun lyfja. T.d. rangt lyf gefið sjúklingi fyrir mistök.

Dæmi um sérstakar aðstæður sem mikilvægt er að tilkynna við notkun lyfja:

  • Aukaverkanir.
  • Notkun lyfja hjá þunguðum konum og hjá konum með barn á brjósti.​
  • Ranga notkun lyfs, eitrun, ofskömmtun, misnotkun​.
  • Verkunarleysi eða of mikil verkun​.
  • Notkun án samþykktrar ábendingar eða ráðlagðra skammta.​
  • Óeðlilegar rannsóknarniðurstöður​.
  • Mistök við lyfjagjöf.
  • Fölsuð lyf​.
Tengiliður

Tilkynna Aukaverkanir

Ef grunur vaknar að um aukaverkun og/eða meintilvik sé að ræða eftir notkun á lyfjum eða lækningartækjum frá Alvogen ehf. er mikilvægt að tilkynna slíkt án tafar til Lyfjastofnunar, fyrir lyf hér eða fyrir lækningatæki hér. Einnig er hægt að hafa samband við Alvogen ehf. með því að senda tölvupóst á netfangið: phv@alvogen.is eða hringja í síma 522-2900. Tengiliður lyfjagátar er Yrsa Örk Þorsteinsdóttir.

Tengiliður

Fyrirspurnir og kvartanir

Fyrir fyrirspurnir eða kvartanir sem lúta að gæðum lyfja okkar eða lækningartækja ekki hika við að hafa samband með tölvupósti á netfangið phv@alvogen.is eða hringja í síma 522-2900. Tengiliður lyfjagátar er Yrsa Örk Þorsteinsdóttir.