4.7.2014
Alvotech, systurfyrirtæki Alvogen, hefur ráðið Tanyu Zharov sem nýjan aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Tanya mun meðal annars leiða starfsþróunar- og mannauðsmál Alvotech, verður rekstrarstjóri hátækniseturs á Íslandi og mun vinna náið með framkvæmdastjórn fyrirtækisins í áframhaldandi uppbyggingu þess á alþjóðavísu.