Fjölmiðlatorg

Styrktarsjóður litahlaups Alvogen

Skrifað 23.2.2015 í: Samfélag

Alvogen er bakhjarl The Color Run by Alvogen litahlaupsins sem haldið er í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. júní næstkomandi. Hlaupið er tileinkað réttindum og velferð barna þar sem hluti af þátttökugjaldi rennur til góðgerðasamtaka á Íslandi. Stefnt er að því að fimm milljónir króna renni til góðgerðarmála í tengslum við hlaupið og verður styrkjum úthlutað í júní 2015.

Áhugasömum forsvarsmönnum góðgerðarsamtaka sem vinna skipulega að réttindum og velferð barna á Íslandi er boðið að senda inn umsóknir um styrkveitingu. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. mars 2015 og mun ákvörðun um styrkveitingar verða tekin í kjölfarið og öllum umsóknaraðilum tilkynnt um niðurstöðu. Verkefnin verða valin af góðgerðarsjóði Alvogen, Better Planet og aðstandendum The Color Run á Íslandi.

Í umsóknum þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Hvernig styrkveiting mun nýtast og hvenær
  • Almennar upplýsingar um verkefnið og samtökin
  • Stutt lýsing á nýlegum verkefnum og árangri því tengt

Styrktarsjóður litahlaups Alvogen styrkir góð málefni og leitast í hvívetna eftir samstarfi við góðgerðarfélög er varða réttindi og velferð barna. Hafir þú hugmynd eða tillögu um hvernig við getum unnið saman, endilega sendu línu í gegnum styrktarform. Við viljum endilega heyra frá þér.

 

Sækja um styrk