Fjölmiðlatorg

Miðasala The Color Run er hafin

Skrifað 28.11.2014 í: Samfélag

The Color Run verður haldið í fyrsta skipti á Íslandi laugardaginn 6. júní 2015 og miðasala er hafin á miði.is.  Hlaupið er 5 km langt þar sem litagleði og tónlist ræður ríkjum. Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl hlaupsins og meðal annarra samstarfsaðila má nefna Nýherja og Bai5. The Color Run er tileinkað réttindum barna og stefnt er að því að 5 milljónir króna renni til góðgerðarmála vegna viðburðarins.

Fjöldi hlaupara verður takmarkaður við 6.000 en sá fjöldi hefur nú þegar staðfest komu sína á samfélagssíðu hlaupsins sem fór í loftið nú í nóvember. The Color Run hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og yfir 200 hlaup hafa verið haldin í meira en 40 löndum. Hlaupið er hluti af norrænni herferð en árið 2014 hefur The Color Run verið haldið í Danmörku og Svíþjóð en Noregur og Finnland eru einnig fyrirhuguð árið 2015. Nákvæm hlaupaleið verður tilkynnt á næstu vikum en unnið er að því að finna hentuga leið í miðborg Reykjavíkur.

5 milljónir króna renna til góðgerðamála
Miðasala fer fram á midi.is  og hefst föstudaginn 28. nóvember kl. 10. Hluti af miðaverði rennur til góðgerðarfélaga og alls er stefnt að því að 5 milljónir króna renni til málefna tengdum réttindum barna. Með dyggum stuðningi Alvogen er þetta mögulegt, að sögn Gests.

Innifalið í miðaverði 
Keppnisbolur, poki af litapúðri, Bai5 orkudrykkur, Milt þvottaefni til að hreinsa fatnað eftirá og aðgangur í eftirpartý auk þess sem þátttakendur eru að styrkja gott málefni. Upphitun hefst kl. 09:00, 6. júní 2015 og fyrstu hlauparar leggja af stað kl. 11:00. Í hlaupinu sjálfu fá keppendur yfir sig litaský með reglulegu millibili og koma skrautlegir í mark og taka þátt í skemmtilegu eftirpartýi þar sem tónlist og litagleði verða áfram í aðalhlutverki.