Fjölmiðlatorg

Hátæknisetur og þróun líftæknilyfja

Skrifað 28.6.2016

Nýtt Há­tækni­set­ur syst­ur­fyr­ir­tækj­anna Al­vo­gen og Al­votech opnaði formlega þann 3. júní 2016 við hátíðlega athöfn í Vatnsmýri. Innan setursins verður unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Þau lyf sem nú eru í þróun eru háþróuð stungu­lyf sem meðal ann­ars eru notuð við meðferð krabba­meins- og gigt­ar­sjúk­dóma. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, Eef Schimmelpennink forstjóri Alvotech og Jón Atli Benediktsson rektor héldu ræður við athöfnina og lofuðu útkomuna og þá glæsilegu vísindaaðstöðu sem orðin er til innan Vísindagarða Háskóla Íslands:

„Þetta byrjaði í raun og veru fyrir 15 árum. Þá kviknaði hugmyndin að byggja upp líftæknifyrirtæki og vonirnar voru að gera það á Íslandi. En síðan þá hefur tíminn liðið og bransinn er í raun að stækka og vaxa mikið og líftæknilyf að verða stærstu lyf í heiminum í dag. Okkur fannst rétti tíminn vera kominn, fyrir tveimur árum, og þá byrjuðum við. Og hér erum við í dag og hefur gengið vel,“ sagði Róbert Wessman.

Lyfja­fyr­ir­tækið Al­vo­gen hóf starf­semi á Íslandi árið 2010 og nú starfa um 160 há­skóla­menntaðir sér­fræðing­ar hjá syst­ur­fyr­ir­tækj­un­um hér á landi. Heild­ar­fjárfest­ing Al­votech á sviði líf­tækni­lyfja verður um 500 millj­ón­ir evra, 75 millj­arðar króna, á næstu árum, þar með tal­in fjár­fest­ing á full­búnu húsi, um 8 millj­arðar króna.

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.