Fjölmiðlatorg

Alvogen vinnur til verðlauna í París

Skrifað 14.10.2014 í: Alvogen IS

Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til tvennra verðlauna á alþjóðlegri lyfjaráðstefnu í París í síðustu viku. Það var alþjóðlega fagtímaritið Generics Bulletin sem stóð fyrir verðlaununum. Alvogen var tilefnt til sjö verðlauna af 11 sem í boði voru og hlaut verðlaun í flokkunum Fyrirtæki ársins í Bandaríkjunum og Viðskiptaþróunarverkefni ársins í Evrópu fyrir markaðssetningu líftæknilyfsins Inflectra.

Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til tvennra verðlauna á alþjóðlegri lyfjaráðstefnu í París í síðustu viku. Það var alþjóðlega fagtímaritið Generics Bulletin sem stóð fyrir verðlaununum. Alvogen var tilefnt til sjö verðlauna af 11 sem í boði voru og hlaut verðlaun í flokkunum Fyrirtæki ársins í Bandaríkjunum og Viðskiptaþróunarverkefni ársins í Evrópu fyrir markaðssetningu líftæknilyfsins Inflectra.

Alvogen starfar um þessar mundir í 35 löndum og hjá fyrirtækinu vinna 2.300 manns. Bandaríkjamarkaður er stærsti markaður Alvogen og þar hefur fyrirtækið vakið mikla athygli fyrir mikinn vöxt. Aðrir markaðir fyrirtækisins eru í Suður Asíu og Austur Evrópu, m.a. í Kóreu, Taiwan, Ungverjalandi og Búlgaríu. Á Íslandi vinnur Alvogen að byggingu Hátækniseturs með systurfyrirtæki sínu, Alvotech, og fyrirhugað er að húsið verði komið í notkun í ársbyrjun 2016.

Alvogen tók þátt í stærstu lyfjasýningu heims í síðustu viku (CPhI) þar sem saman voru komin öll stærstu lyfjafyrirtæki heims og um 40,000 gestir. Sýningin stóð í þrjá daga en um 40 lykilstarfsmenn Alvogen og dótturfyrirtækja áttu fundi með samstarfsfyrirtækjum og kynntu vörur og þjónustu.

Alvogen hlaut mikið lof fyrir sýningarbás sinn sem var um 300 fermetrar að stærð og var hannaður og byggður af starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi. Líkt og síðustu ár skoraði Alvogen á samstarfsfyrirtæki sín í keppni, nú í golfhermi sem komið var fyrir á sýningarbásnum.