Fjölmiðlatorg

Alvogen vinnur til verðlauna í Madríd

Skrifað 16.10.2018 í: Alvogen IS

Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvogen var valinn Leiðtogi Ársins (Leader of the Year) á stærstu lyfjasýningu heims í Madríd í síðustu viku. Það var alþjóðlega fagtímaritið og fréttaveitan Generics Bulletin sem stóð fyrir verðlaununum. Dómnefnd valdi Róbert úr hópi 100 forstjóra sem tilnefndir voru til verðlaunanna. Alvogen var einnig tilefnt til þriggja annarra verðlauna.

Róbert Wessman forstjóri Alvogen við afhendingu verðlauna

Alvogen fékk alls fjórar tilnefningar í 13 verðlaunaflokkum en auk tilefningar til leiðtoga ársins var fyrirtækið tilnefnd fyrir fyrirtækjakaup ársins í Rússlandi, samfélagslega ábyrgð og sem fyrirtæki ársins í Evrópu.

Róbert Wessman forstjóri Alvogen segir þátttöku í sýningunni mikilvæga fyrir markaðssetningu fyrirtækisins á heimsvísu. „Við höfum gert mikilvæga viðskiptasamninga á þessarri sýningu undanfarin ár og hún er mikilvægur vettvangur til að kynna starfsemi okkar og hitta nýja og núverandi samstarfsaðila. Svo er ánægjulegt að hljóta viðurkenningar og gaman að sjá að það sé tekið eftir því sem við erum að gera. Við höfum vaxið hratt undanfarin ár og árið 2018 er okkar besta rekstrarár hingað til. Það eru fá fyrirtæki í dag sem eru að ná eins góðum árangri og við á sínum mörkuðum,“ segir Róbert.

Ár hvert stendur Alvogen fyrir keppni á sýningarbás sínum þar sem leitað er að hæfileikaríkustu stjórnendum í lyfjaiðnaði. Að þessu sinni var keppt í pílukasti og besti pílukastari heims, Michael van Gerwen heimsótti sýninguna og sýndi listir sínar. Sigurvegarar voru leystir út með gjöfum og viðurkenningum.

Á lyfjasýningunni (CphI Worldwide) voru samankomin öll stærstu lyfjafyrirtæki heims og um 40,000 gestir. Sýningin stóð í þrjá daga og 50 lykilstarfsmenn Alvogen og systurfyrirtækisins Alvotech áttu fundi með samstarfsfyrirtækjum og birgjum. Sýningarbás Alvogen hlaut mikla athygli á sýningunni en hann er líkt og síðustu ár hannaður í samstarfi við Tvíhorf arkitekta.


RÓBERT WESSMAN FORSTJÓRI ALVOGEN ÁSAMT SIGURVEGARA OG BESTA
PÍLUKASTARA HEIMS MICHAEL VAN GERWEN

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.