Fjölmiðlatorg

Alvogen fyrst á markað með nýtt krabbameinslyf í Evrópu

Skrifað 11.5.2016

Lyfjafyrirtækið Alvogen var fyrst á markað með nýtt samheitalyf á Íslandi og á ýmsum mörkuðum í Mið- og Austur Evrópu. Krabbameinslyfið Zoladex seldist fyrir um 200 milljónir evra í Evrópu á síðasta ári en á Íslandi nam sala frumlyfsins um 66 milljónum króna. Við markaðssetningu Reseligo, sem er heiti samheitalyfsins, býðst sjúklingum ódýrari valkostur.

Krabbameinslyfið Reseligo er samheitalyf Zoladex og hófst sala þess á Íslandi þann 1. maí síðastliðinn en lyfið verður einnig selt í Búlgaríu, Króatíu, Rúmeníu, Ungverjalandi, Póllandi og í Eystrasaltslöndunum. Skráning Reseligo er ein af stærri markaðssetningum Alvogen í Evrópu á þessu ári.

Reseligo er notað til meðhöndlunar á krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum en hjá konum er það meðal annars notað við brjóstakrabbameini.

Alvogen er alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum og hjá fyrirtækinu vinna um 2.300 starfsmenn.