Fjölmiðlatorg

Alvogen fékk Lúðurinn

Skrifað 29.2.2016

Alvogen hlaut tvenn verðlaun á ÍMARK deginum sem haldinn var föstudaginn 4. mars í Háskólabíó. Lúðrar voru veittir fyrir bestu prentauglýsinguna sem gerð var fyrir magalyfið Eradizol og bestu vefauglýsinguna sem veitt var fyrir litahlaup Alvogen (The Color Run by Alvogen). En alls var Alvogen tilnefnt í fjórum flokkum.

Auglýsingaherferð Eradizol var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor Reykjavík og listamanninn Noma Bar sem er margverðlaunaður fyrir myndirnar sínar en þær hafa verið birtar um allan heim og unnið til fjölmargra virtra verðlauna. Hann hefur einkennandi stíl en teikningar hans eru einfaldar og snjallar og í þeim leynist oft tvöföld merking. Eradizol er nýtt lyf á íslenskum lyfjamarkaði, um er að ræða öflugt magalyf sem er selt án lyfseðils í öllum apótekum.

Alvogen er bakhjarl litahlaupsins, The Color Run by Alvogen, og var herferðin unnin í samstarfi Silent, Manhattan Marketing og Kontor Reykjavík.

Opnað hefur verið fyrir miðasölu litahlaupsins á midi.is en það fer fram þann 11. júní næstkomandi. Taktu þátt í litríkasta og skemmtilegasta hlaupi sumarsins sem hefur farið sigurför um heiminn og styður við réttindi og velferð barna.

Kaupa miða