Fjölmiðlatorg

Alvogen-dagurinn haldinn hátíðlegur

Skrifað 30.10.2017

Alvogen dagurinn var haldinn hátíðlegur í 35 löndum fyrirtækisins í október samkvæmt venju. Átta ár eru síðan Alvogen var stofnað í Bandaríkjunum en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og er nú í hópi stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims.

Á Íslandi var haldið upp á daginn í hátæknisetri fyrirtækisins í Vatnsmýrinni með systurfyrirtækinu Alvotech. Starfsmenn setursins fögnuðu því að í október eru þrjú ár liðin frá skóflustungu að nýju hátæknisetri þar sem rúmlega 200 vísindamenn starfa í dag.

Viðburðurinn er mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu samstæðunnar þar sem árangri og vexti fyrirtækisins er fagnað og starfsmenn gera sér dagamun með vinnufélögum.

Í Taiwan fóru starfsmenn í lautarferð og létu fé af hendi rakna til samtakanna World Vision sem vinnur í þágu barna, fjölskyldna og samfélaga með það að markmiði að draga úr fátækt og berjast gegn ýmiss konar órétti. Starfsmenn Alvogen í Makedóníu völdu sér kvikmyndaþema, endurgerðu senur úr frægum kvikmyndum og enduðu daginn með því að heimsækja kvikmyndahátíð. Alvogen í Kóreu skipulagði vinnu við trjárækt og tiltekt í Nanjido garðinum sem áður var þekktur sem sorphaugur Seoul borgar. Á Íslandi var Alvogen-dagurinn hins vegar haldinn með víkingasniði þar sem starfsmenn tóku þátt í hópefli og kepptu í ýmsum þrautum yfir daginn.