Fjölmiðlatorg

Alvogen á Læknadögum 2015

Skrifað 28.1.2015

Alvogen tók þátt í Læknadögum sem nýverið voru haldnir í Hörpu. Ráðstefnan er árlegur viðburður þar sem læknar á Íslandi safnast saman til að sækja málþing, fara á vinnustofur og kynnast starfsemi heilbrigðis- og lyfjafyrirtækja.

Þetta er í fyrsta skipti sem Alvogen var með bás á Læknadögum en á síðasta ári hóf fyrirtækið starfsemi sína á íslenskum lyfjamarkaði eftir samruna við lyfjafyrirtækið Portfarma.

Á kynningarbás Alvogen bauðst gestum að snúa lukkuhjóli þar sem í boði voru ýmsir vinningar sem tengjast litahlaupi Alvogen (The Color Run Alvogen). Alls voru um 400 vinningar afhentir, þar á meðal sólgleraugu, tútúpils og miðar á litahlaupið sem haldið verður þann 6. júní 2015 í miðbæ Reykjavíkur. Hlaupið er tileinkað réttindum barna og renna um 5 milljónir króna til íslenskra góðgerðarfélaga.