Fjölmiðlatorg

Alvogen á Íslandi hefur tekið við sem dreifingaraðili vörumerkjanna Decubal® og Flux®

Skrifað 1.5.2021 í: Alvogen IS

 Það er með ánægju sem við tilkynnum að Karo Pharma, sem Alvogen ehf er umboðsaðili fyrir á Íslandi, hefur gert samkomulag við lyfjafyrirtækið Teva um kaup á á vöumerkjunum Decubal® og Flux®.

Alvogen ehf tók við dreifingu og markaðssetningu varanna frá og með 1. apríl 2021 af núverandi umboðsaðila, Teva.

Karo Pharma sérhæfir sig í að bjóða upp á almennar vörur, lækningatæki, lausasölulyf og lyfseðilskyld lyf sem koma í veg fyrir veikindi og/eða bæta heilsu og líðan. Karo Pharma sérhæfir sig á sex sviðum: Kvennheilsu; húðvandamálum; fótaheilsu; verkjum, hósta og kvefi; vellíðan og lyfseðilskyldum lyfjum.

Karo Pharma vörurnar fást í öllum helstu apótekum landsins og er dreift af dreifingarfyrirtækinu Parlogis sem sér um alla dreifingu fyrir Alvogen. 

KaroPharma