Fjölmiðlatorg
Alvogen á Íslandi hefur gert samkomulag við Karo Pharma AB
Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að Alvogen á Íslandi hefur gert samkomulag við Karo Pharma AB um að Alvogen verði umboðsaðili fyrir öll lyf og sérvörur sem fyrirtækið selur á Íslandi. Alvogen tók við þeim hluta sem áður var hjá Vistor þann 1. september síðastliðinn.

Karo Pharma sérhæfir sig í að bjóða upp á almennar vörur, lækningatæki, lausasölulyf og lyfseðilskyld lyf sem koma í veg fyrir veikindi og/eða bæta heilsu og líðan. Karo Pharma sérhæfir sig á sex sviðum: Kvennheilsu; húðvandamálum; fótaheilsu; verkjum, hósta og kvefi; vellíðan og lyfseðilskyldum lyfjum.
Alvogen á Íslandi hefur m.a. umboð fyrir Locobase, Fungoral, Pevaryl, Mildison, Kaleorid, Nailner, Kids Clin, Wortie, Selexid, Centyl og Opnol. Alvogen hlakkar til að vinna með Karo Pharma í framtíðinni en unnið er að auka það vöruval sem fyrirtækið markaðssetur á Íslandi til muna á næstu misserum.
Karo Pharma vörurnar fást í öllum helstu apótekum landsins og er dreift af dreifingarfyrirtækinu Parlogis sem sér um alla dreifingu fyrir Alvogen.