Fjölmiðlatorg

Allir sem einn dagurinn

Skrifað 7.6.2019 í: Alvogen IS

Allir sem einn dagurinn var haldinn hátíðlega í Frostaskjóli þann 2. júní síðastliðinn í blíðskaparveðri. Leikmenn Meistaraflokks kvenna og karla mættu á svæðið og léku sér með yngri iðkendum í fjölbreyttum knattþrautum í sólinni. Allir gæddu sér svo á pylsum og djús. 

Tilgangurinn með deginum er fyrst og fremst að efla KR-samfélagið, fá KR-hjartað til að slá í takt, styrkja tengslin milli foreldra, iðkenda og vina.
Búa til vettvang þar sem yngri iðkendur fá tækifæri til kynnast og eiga samskipti við glæsilegar fyrirmyndir sínar í knattspyrnunni, menn og konur sem lengra eru komnir í íþróttinni. 

Það voru sælir KR-ingar sem fóru heim eftir velheppnaðan dag, fullir tilhlökkunar vegna komandi verkefna.

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.