Fjölmiðlatorg

Áhorfendamet slegið við Hörpu

Skrifað 3.7.2013

Mikð fjölmenni var samankomið við Hörpu í gær en um 500 manns voru samankomnir við þar til þess að fylgjast með Alvogen Time Trial sem haldið var í fyrsta sinn. Telja mótshaldarar að þetta hafi verið fjölsóttasta hjólreiðamót sem haldið hefur verið þegar kemur að áhorfendafjölda.

Mikð fjölmenni var samankomið við Hörpu í gær en um 500 manns voru samankomnir við þar til þess að fylgjast með Alvogen Time Trial sem haldið var í fyrsta sinn. Telja mótshaldarar að þetta hafi verið fjölsóttasta hjólreiðamót sem haldið hefur verið þegar kemur að áhorfendafjölda.

Hjólað var í tveimur flokkum frá Hörpu, eftir Sæbraut, upp fyrir Laugarnesveg og til baka. Keppt var í götu- og þríþrautaflokki (16 km og 32 km) í kvenna- og karlaflokki. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og runnu 900.000 krónur af  verðlaunafé til góðgerðamála að vali vinningshafa.

Margir af hröðustu hjólreiðamönnum og konum voru mætt til keppni og mikill fjöldi áhorfenda vakti athygli en tímatökumót sem þessi eru einkar áhorfendavæn þar sem ræst er út með jöfnu millibili og brautin er tiltölulega stutt með jöfnum snúningum. Keppnin var tileinkuð réttindum barna og runnu skráningargjöld keppenda til menntunarverkefna UNICEF og Rauða krossins.