Orsökin meðhöndluð svo einkennin hverfi

Eðlilegt ástand

Þarmaveggirnir eru þaktir örsmáum þarmatotum sem frásoga vökva og næringarefni úr fæðunni. Heilbrigður meltingarvegur getur frásogað allt að 9-10 lítra af vatni á sólarhring.

Sýking

Við sýkingu bólgna toturnar og frásogsgeta þeirra minnkar. Þetta veldur lausum hægðum (niðurgangi) og líkaminn tapar vökva ásamt mikilvægum söltum og næringarefnum.

Entroseal

Entroseal ver þarmavegginn með mjúkri og þekjandi filmu. Filman einangrar og fjarlægir bakteríur og vinnur gegn bólgum. Entroseal hjálpar þannig þörmunum að endurheimta jafnvægið.

Eðlilegt á ný

Þarmatoturnar endurheimta starfsgetu sína. Það sem eftir er af Entroseal skolast smám saman burt úr líkamanum.

Niðurgangur hjá fullorðnum

Orsakir niðurgangs hjá fullorðnum eru oftast veirusýkingar og matareitranir ásamt salmonellu, kampýlóbakter og yerseniu.

Sýklalyf eru einnig algengur niðurgangsvaldur sem og aðrar meðferðir sem hafa truflandi áhrif á starfsemi meltingarfæra.

Entroseal er samsett með það að markmiði að ná stjórn á og draga úr einkennum niðurgangs, óháð undirliggjandi orsök niðugangsins og því hvort um er að ræða skammvinnt eða langvarandi ástand.

Gelatín tannat, virka efnið í Entroseal, er klínískt rannsakað og öruggt. Milliverkanir við lyf eru ekki þekktar.

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.