ENTROSEAL FYRIR FULLORÐNA

NOTKUN

Fyrir fullorðna frá 14 ára aldri, gegn bráðum niðurgangi.

SKAMMTAR

1-2 hylki á 4-6 klukkustunda fresti þar til einkenni niðurgangs eru ekki lengur til staðar. Sé þess þörf getur læknir ávísað stærri skammti. Ekki er þörf á að aðlaga skammta fyrir sérstaka sjúklingahópa eða aldraða.

INNTAKA

Gleypið hylkin heil með glasi af vatni.

INNIHALDSEFNI

500 mg gelatín tannat, magnesíumsterat og maíssterkja.

Entroseal - klínískt rannsakað

Entroseal er klínískt rannsakað, náttúrulegt og öruggt

NIÐURGANGUR HJÁ FULLORÐNUM

Orsakir niðurgangs hjá fullorðnum eru oftast veirusýkingar og matareitranir ásamt salmonellu, kampýlóbakter og yerseniu.

Sýklalyf eru einnig algengur niðurgangsvaldur sem og aðrar meðferðir sem hafa truflandi áhrif á starfsemi meltingarfæra.

Entroseal er samsett með það að markmiði að ná stjórn á og draga úr einkennum niðurgangs, óháð undirliggjandi orsök niðugangsins og því hvort um er að ræða skammvinnt eða langvarandi ástand.

Gelatín tannat, virka efnið í Entroseal, er klínískt rannsakað og öruggt. Milliverkanir við lyf eru ekki þekktar.

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.