NIÐURGANGUR HJÁ BÖRNUM

Skyndileg uppköst og niðurgangur hjá börnum orsakast oftast af veirusýkingu og gengur yfir á nokkrum dögum. Á meðan þessu varir getur barnið átt á hættu að ofþorna vegna þess hve hratt vökvi og sölt tapast úr líkamanum.

Entroseal (gelatín tannat) er meðferð sem stuðlar að bata á náttúrulegan máta.

Entroseal má nota gegn bráðum niðurgangi hjá börnum og gefur góðan árangur á 12 klukkustundum.

Fyrir alla aldurshópa - einnig ungbörn

Entroseal fyrir börn

Notkun

Fyrir börn frá fæðingu til 14 ára aldurs, gegn bráðum niðurgangi.

Skammtar

Börn yngri en 3 ára: 1 skammtabréf á 6 tíma fresti þar til einkenni niðurgangs eru ekki lengur til staðar.

Börn 3-14 ára: 1-2 skammtabréf á 6 tíma fresti þar til einkenni niðurgangs eru ekki lengur til staðar.

Inntaka

Hrærið saman við glas af vatni, safa eða mjólkurvörum.

Innihaldsefni

250 mg gelatín tannat.

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.