NIÐURGANGUR HJÁ BÖRNUM

Skyndileg uppköst og niðurgangur hjá börnum orsakast oftast af veirusýkingu og gengur yfir á nokkrum dögum. Á meðan þessu varir getur barnið átt á hættu að ofþorna vegna þess hve hratt vökvi og sölt tapast úr líkamanum.

Entroseal (gelatín tannat) er meðferð sem stuðlar að bata á náttúrulegan máta.

Entroseal má nota gegn bráðum niðurgangi hjá börnum og gefur góðan árangur á 12 klukkustundum.

Fyrir alla aldurshópa - einnig ungbörn

Entroseal fyrir börn

Notkun

Fyrir börn frá fæðingu til 14 ára aldurs, gegn bráðum niðurgangi.

Skammtar

Börn yngri en 3 ára: 1 skammtabréf á 6 tíma fresti þar til einkenni niðurgangs eru ekki lengur til staðar.

Börn 3-14 ára: 1-2 skammtabréf á 6 tíma fresti þar til einkenni niðurgangs eru ekki lengur til staðar.

Inntaka

Hrærið saman við glas af vatni, safa eða mjólkurvörum.

Innihaldsefni

250 mg gelatín tannat.