DHA

Omega 3 fyrir barnsheilann

Ein besta leiðin til að stuðla að heilbrigðu taugakerfi er að sjá börnum í móðurkviði fyrir réttum byggingarefnum á meðgöngu.

Af fjölmörgum undirtegundum Omega 3 er DHA heppilegust fyrir uppbyggingu heila og taugakerfis.

DHA er mikilvægur þáttur í öllum frumuhimnum og það gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilann og sjónina. Mannslíkaminn býr ekki til DHA nema að sáralitlu leyti svo við þurfum að fá efnið með daglegri neyslu. Ef við gerum það ekki nýtir mannslíkaminn aðrar og síður heppilegar fitusýrur sem byggingarefni í stað DHA.

Rannsóknir hafa sýnt að nægileg neysla af DHA hafi margvísleg og jákvæð áhrif, til dæmis á:

  • Vitsmunaþroska
  • Athyglisgáfu
  • Andlega líðan

Ef dagleg neysla DHA í gegnum fæðu er lítil er ráðlegt að taka inn vörur eins og AlvoGenius.