Hjólað til góðs

Alvogen Midnight Time Trial var haldið í annað sinn við Hörpu. Keppnin er tileinkuð réttindum barna og renna þátttökugjöld óskert til neyðarsöfnunar UNICEF til hjálpar börnum í Suður-Súdan.

Eitt hundrað hröðustu hjólarar landsins tóku þátt. Margir af hröðustu hjólreiðamönnum og konum voru mætt til keppni og mikill fjöldi áhorfenda vakti athygli.

#ALVOGENTIMETRIAL

Þátttakendur
100
Besti tíminn
00:43:16

Stuðningsmannalið

Litríkustu stuðningsmenn

Bestu stuðningsmannaliðin í ár voru tvö, Hjólakraftur og Appelsínustelpurnar og fengu þau vegleg verðlaun s.s. Pizzur frá Dominos, djúsa frá Joe and Juice, bakpoka frá Margt smátt, ís frá ísbúðinni Valdísi, morgunverðarhlaðborð frá Radisson SAS Blu 1919 og bíómiða frá Senu.

Timetrial á Flickr

Sigurvegarar Time Trial

Hraðasta hjólreiðafólk 2014

Sig­ur­veg­ar­ar í þríþrautar­flokki (32 km) í Alvogen Midnight Timetrial árið 2014 voru þau Há­kon Hrafns­son og Hanka Kup­fernag­el. Há­kon Hrafn vann ein­mitt sama flokk í fyrra en Hanka Kup­fernag­el kom sér­stak­lega frá Þýskalandi til að taka þátt í keppn­inni. Í götu­hjóla­flokki voru það svo Óskar Ómars­son og María Ögn Guðmunds­dótt­ir sem voru sig­ur­veg­ar­ar.

Úrslit 2014
Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.