The Color Run - Dream

The Color run í boði Alvogen var haldið í góðu veðri þann 10. júní í Reykjavík. Hlaupið fer fram þann 11. júlí á Akureyri með Dream-þema. Hlauptu og skemmtu þér í gegnum 5 km langa litapúðurssprengju!

The Color Run í boði Alvogen er ekkert venjulegt hlaup heldur er upplifun og skemmtun þátttakenda höfð í fyrirrúmi. Eitt er víst. Þú byrjar hlaupið í hvítu og endar í öllum regnbogans litum.

Hlaupið hefur verið haldið tvívegis á Íslandi, fyrst árið 2015 og svo 2016. Uppselt hefur verið í hlaupið í bæði skipti og í fyrra voru þátttakendur 12.000.

Vefsíða Color run

Lengd hlaupsins
5 km
Hvenær haldið?
2 hlaup

10. júní í Reykjavík og 8. júlí á Akureyri

Þema 2017

Hvað er Dream?

Á hverju ári bryddar The Color Run upp á nýju þema um allan heim og að þessu sinni er þemað draumur eða "Dream". Litahlaupið verður draumi líkast í ár þar sem hlaupið er út úr hversdagsleikanum inn í 5 km langa litaveislu. 

5 KM AF GLEÐI

HLAUPALEIÐIN 2017

Litahlaupið hófst í Hljómskálagarðinum, hlaupið var upp Hverfisgötu að hálfu og snúið við og beygt inn Lækjargötu, endað er svo í epísku eftirpartýi á ný í Hljómskálagarði. Hljómskálagarður opnaði klukkan 9.00 fyrir upphitun.

Litríkar myndir - mögnuð stemning!

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.