KR Íslandsmeistarar
árið 2017

KR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn 2017 með yfirburðarsigri í troðfullri DHL höllinni. KR lagði sterkt lið Grindavíkur með 95-56 í fimmta leik liðanna í úrslitakeppninnar í Dominosdeild karla sem er ótrúlegur árangur. Grindvíkingar höfðu sýnt góð tilþrif í síðustu tveimur leikjum sem þeir sigruðu nokkuð sannfærandi og náðu að knýja fram oddaleik en þá sýndu KR-ingar úr hverju þeir eru gerðir og völtuðu yfir gestina.

Meira


Alvogen styrktaraðili KR

Í júní 2016 flutti Alvogen í nýja byggingu Hátækniseturs í Vatnsmýri. Fyrirtækið hefur því komið sér vel fyrir í Vesturbænum og gert langtímasamninga við knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild KR þar sem allir yngri flokkar félagsins njóta góðs af samstarfinu. Fyrirtækið styður einnig við fjölmörg íþróttafélög og má þar nefna Skautafélag Reykjavíkur, Körfuknattleiksdeild ÍR og íslenska hjólreiðamenn.

Alvogen og KR eiga það sameiginlega markmið að vilja ávallt vera í fremstu röð.

We use cookies to ensure our website works properly and to collect statistics about users in order for us to improve the website. Learn more.